UCI Track Champions League

UCI Track Champions League

Föstudaginn 6.desember þá fórum við á hjólakeppni í London sem kallast UCI Track Champions League. Keppnin fór fram í Lee Valley Velopark. Þetta er keppnishöllin sem notuð var á Ólympíuleikunum árið 2012.

Það var ótrúleg upplifun að vera í höllinni og fylgjast með keppninni. Einungis þeir allra bestu taka þátt í þessari hjólakeppni. Við vorum ekki þau einu sem fylgdust með því alls voru um 6.500 manns í höllinni þetta kvöld. Þetta var stórskemmtileg skemmtun og gaman að sjá keppendur koma í mark á allt að 75 km/klst.



En hvað er UCI Track Champions League
Eins og nafnið gefur til kynna er UCI Track Champions League deildarform þar sem hver umferð er með sama keppnisáætlun.

Keppnisflokkar
Keppendur keppa annað hvort í sprett (sprint) eða úthald (endurance) og fá stig yfir allar fimm umferðirnar.

Í hverjum flokki eru tvær mismunandi gerðir af keppnum þar sem keppendur geta safnað stigum: Í sprettflokkuri er keppt í Sprint og Keirin á meðan í úthaldsflokkurinn er keppir í Elimination og Scratch.

Hvernig hjól
Hjólin sem hver og einn keppir á eru eins gíra og með engar bremsur. Hver og einn keppandi er með mismunandi uppsetningu á framtannhjóli og afturtannhjóli.

Fjöldi keppanda
18 reiðhjólakeppendur geta keppt í hverjum flokki, sem þýðir að 72 knapar munu keppa alls (36 karlar og 36 konur).

Verðlaun
Sá sem fær flest stigin yfir alla fimm umferðirnar í hverjum flokki er krýndur meistari. Tveir karlar og tvær konum í hverjum flokki.



Nánar um UCI Track Champions League má finna her
https://www.ucitrackchampionsleague.com/

Eldri færslur
Nýrri færslur
Loka (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Leita

Karfa þín er tóm
Halda áfram að verzla