Um Berlin
Reiðhjólaverzlunin Berlin hefur skapað sér nafn sem reiðhjólaverzlun með meiru.
Við sérhæfum okkur í klassískum/hversdagslegum hjólum og ævintýrahjólum fyrir þá sem vilja fara í styttri eða lengri ferðalög, vönduðum fylgihlutum og öðrum fallegum vörum sem henta til daglegs brúks á hjólum.
Við bjóðum upp á gott úrval af hjólamerkjum sem passa vel fyrir einstaklega sem vilja nýta sér hjól sem sinn ferðamáta og þann lífstíl sem þeir eru að leita eftir.
Öll hjólin okkar hafa sinn karakter með fallegar línur og liti. Í hvert skipti sem þú ferð út að hjóla á hjólum frá okkur brosir þú og nýtur þín að fara á milli staða.
Okkar einkunnarorð eru: Lífstíll / Njóta / Ævintýri
Verkstæði okkar tekur við öllum gerðum af reiðhjólum til viðhalds og viðgerðar. Við gerum upp eldri hjól, setjum saman hjól og sérpöntum vörur fyrir viðskiptavini.
Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á hjólum. Ég hef prófað fjölmörg hjól og einnig átt fjölda hjóla á lífsleiðinni. Mér finnst ekkert betra en að komast út og hjóla. Um leið og ég sest á hjólið og byrja að hjóla hefst nýtt ævintýri hvort sem maður er að hjóla í Reykjavíkur og nágrenni, vegi eða stíga landsins. Árið 2012 mörkuðu ákveðin skil hjá mér en þá seldi ég bílinn og byrjaði að nota hjól sem minn ferðamáta allt árið um kring. Í dag er hjólið mitt orðið að mínum lífstíl.
Ég hef tekið þátt í ýmsum hjólaviðburðum eins og WOW cyclothon (sóló flokki) árin 2015, 2016 og 2017, Bláa lónsþrautin, Tour of Reykjavik og 4ra ganga mótið fyrir norðan.
Sagan mín í reiðhjólageiranum hefst í desember 2015 í New York. Heilum degi var varið í að skoða reiðhjólaverslanir í New York þegar India hjólið frá Pure Cycles sást. Þetta hjól var hrikalega flott og töff. Því miður gat sölumaðurinn ekki selt sýningareintakið af hjólinu.
Í febrúar 2016 var ferðinni heitið til London til að skoða reiðhjólaverslanir. Það sem vakti athyglina voru fjöldi margra einfaldra, einstakra og skemmtilegra reiðhjóla sem boðið var uppá í verslunum í London. Síðar á árinu var haft samband við Pure Cycles og fengið umboð fyrir Pure Cycles á Íslandi.
Í janúar 2017 var vefsíðan www.gotuhjol.is sett í loftið og í apríl 2017 var opnuð verslun í Ármúla 4. Götuhjól sérhæfði sig í einföldum og skemmtilegum hjólum. Fleiri hjólamerki bættust í hjólalínuna eins og Cinelli, Marin og Schindelhauer.
Í janúar 2019 keypti Götuhjól rekstur Reiðhjólaverzluninar Berlin og flutti Berlín í Ármúla 4. Í september 2019 sameinuðust Götuhjól og Reiðhjólaverzlunin Berlin undir nafni Reiðhjólaverzlunin Berlin.
Í nóvember 2020 fluttum við frá Ármúla 4 yfir á gömlu bensínstöð Olís að Háaleitisbraut 12. Við vorum þar til loka ágúst 2023.
Við opnuðum stærri verzlun þann 9.september 2023 að Háaleitisbraut 58-60, þar sem Kjöthöllin var til húsa.
Hér getur þú skoðað hjólamerkin okkar og opnunartímann
Hjólakveðja
Jón Óli Ólafsson
Reiðhjólaverzlunin Berlin
www.reidhjolaverzlunin.is
jonoli@reidhjolaverzlunin.is
sími 557-7777
Rekstraraðili
Amazingtask ehf
kt. 581116-1870
VSK: 126963
Háaleitisbraut 58-60
108 Reykjavík