Jólafrí frá 23.des. til og með 1.jan.

Hjólamerkin okkar

Reiðhjólaverzlunin Berlin - REID

REID hefur frá árinu 2009 hanna og framleitt reiðhjól fyrir þá sem vilja reiðhjól sem hentar þeirra lífstíl sem samgöngutæki eða til þess að njóta góðra stunda með fjölskyldu eða vinum.


Reiðhjólaverzlunin Berlin - Achielle
Achielle hjólin koma frá litlu fjölskyldufyrirtæki í Belgíu. Þriðja kynslóð hefur nú tekin við rekstrinum en fjölskyldufaðirinn sem ólst upp í reiðhjólaframleiðslunni sér um að þróa nýjar gerðir reiðhjóla af mikilli ástríðu. Það má með sanni segja að þessi hjól eru handsmíðuð með ástríðu og einlægni.


Reiðhjólaverzlunin Berlin - Pashley
Pashley er einn elsti reiðhjólaframleiðandi Englands. Fyrirtækið var stofnað árið 1926 og staðsett í Stratford-upon-Avon. Þar handsmíða sérfræðingarnir hjá Pashley einstök reiðhjól fyrir almenning.

 

Cinelli reiðhjól

Cinelli á sér langa sögu í hönnun og smíði reiðhjóla. Cinelli er eitt af stóru hjólamerkunum í heiminum, 28 gullmedalíur frá Ólympíuleikum og Heimsmeistaramótum staðfesta það. Árið 2015 sigraði Team Cinelli Chrome Red Hook Crit World Champion. Frá 2010 til 2015 hefur Cinelli verið opinber styrktaraðili Red Hook Criterium en það er stærsta Fixed Gear keppni í heiminum.

 

Full suspension - fjallahjól - ferðahjól - reiðhjól - hjól - Marin Bikes - Götuhjól

Marin Bikes California var stofnað af Bob Buckley og Joe Murray árið 1985 í Marin County Kalíforníu. Fyrsta fjallahjólið sem Marin bauð uppá kom á markað árið 1986 og hét Madrone Trail hardtail. Árið 1992 kom fyrsta full-suspension hjólið og síðan þá hefur Marin verið framandi í hönnun og þróun á full-suspension hjólum.

Reiðhjól - Hjól - Schindelhauer - Götuhjól

Hjólreiðar eru ekki lengur einungis leið til að komast á milli staða heldur lífstíll. Skildu bílinn eftir heima og hjólaðu hratt eða hægt á þinn leiðarenda og um helgar er gott að skella sér í góðan hjólatúr og njóta lífsins. Schindelhauer nýtir sér sína tæknilega þekkingu til að hanna og þróa vörur fyrir nútíma hjólreiðalífstíl. Ástríðan til að sameina hagnýtar nýjungar með háþróaðri hönnun. Þú munt finna þetta í hverju einasta smáatriði í vörum frá Schindelhaus.

Ef þig vantar reiðhjól og sérð það ekki hér í vefverslunni sendu okkur skilaboð á Messenger, tölvupóst á netfangið jonoli@reidhjolaverzlunin eða hringdu í síma 557-7777.

 

Loka (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Leita

Karfa þín er tóm
Halda áfram að verzla