Jólafrí frá 23.des. til og með 1.jan.

Viðhald á hjóli

Þegar þú kaupir reiðhjól hjá Reiðhjólaverzlunin Berlin þá höfum við gert eftirfarandi.
  • Sett hjólið saman samkvæmt leiðbeiningum framleiðanda
  • Stillt hæð á hnakk og stýri
  • Stillt bremsur og gíra ef það á við
  • Athugað að bremsur og gírar virki vel
  • Sett réttan loftþrýsting í dekkin
Þremur til sex mánuðum eftir kaup á reiðhjóli hvetjum við þig til að koma með hjólið til okkar í uppherslu, þér að kostnaðarlausu. Þá förum við yfir hjólið og athugum hvort allt sé ekki eins og á að vera.

Fyrir hverja hjólaferð er nauðsynlegt að athuga eftirfarandi
  • Athuga loftþrýstingin í dekkjum
  • Athuga hvort bremsur virki
  • Athuga hvort gírar virki
  • Athuga hvort stýri og stýrisstemmi sé ekki laust
  • Athuga hvort gjarðir séu vel festar við stell


Almennt viðhald á reiðhjóli
Gott er að hugsa vel um reiðhjólið sitt og þvo það reglulega. Það lítur ekki aðeins betur út hreint og fínt heldur lengir það líftíma reiðhjólsins. Til eru sápur, bustar og svampar til að nota í þvott á reiðhjóli.

Þvo og þrifa reiðhjól

Hreinsa og smyrja keðju er gott að gera reglulega. Best er að byrja á því að þrífa keðjuna vel áður en hún er smurð. Gott er að nota tækifærið og mæla slit á keðju. Ef keðja er of slitin er best að skipta um hana við fyrsta tækifæri.

Hreina og smyrja keðju

Gírbúnaðinn þarf einnig að hugsa um. Hreinsa þarf kassettuna og litlu tannhjólin að aftan svo og sveifatannhjólið að framan. Gott að nota litla bursta sem komast vel að til að hreinsa burt óhreinindi. Stilla þarf gíra ef það fara að heyrast skrýtin hljóð þegar skipt er um gíra.

Hreina og þrífa gírbúnað

Að endingu má ekki gleyma að skoða bremsur. Ef þú ert með V-bremsur sem klemmast utan um gjörðina þá þarf að athuga bremsupúðanna. Ef lítið er eftir af bremsupúðunum þá er best að skipta um þá eins fljót og kostur er. Ef þú ert með diskabremsur þá þarf að skoða bremsuklossanna. Ef lítið er eftir þarf að skipta um þá eins fljót og kostur er.

V-bremsur - skipta um bremsupúða

Diskabremsur - bremsuklossar

Við erum með verkstæði og sinnum almennu viðhaldi á hjólum (reiðhjól og rafmagnshjól). Tökum allar gerðir hjóla til viðgerðar, viðhalds, umfelgun og samsetningu á hjólum. Engar tímapantanir hjá okkur. Þú kemur með hjólið til okkar þegar þér hentar á opnunartíma okkar.

Sjá verðskrá á verkstæði.

Loka (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Leita

Karfa þín er tóm
Halda áfram að verzla