5 hlutir sem gott er að hafa með á reiðhjóli

5 hlutir sem gott er að hafa með á reiðhjóli

Það eru alls fimm hlutir sem gott er að hafa með sér þegar farið er út að hjóla. Skiptir ekki máli hvort sé verið að nota reiðhjól sem samgöngutæki eða sér til ánægju og yndisauka.


Það er alltaf gott að vera undirbúinn og hafa þessa hluti með sér ef eitthvað kemur uppá. Þessa hluti er hægt að hafa í bakpoka, hliðartösku á hjólinu eða í sér poka á hjólinu.

5 hlutir sem gott er að hafa með sér í hjólatúr

Þetta eru þeir hlutir sem ég hef með mér:
  • Pumpa
  • Slanga
  • Bætur
  • Felgulyklar
  • Fjölnotaverkfæri
  • Sjúkrapoki (bætt inn eftir ábendingu)
Pumpa

Hvernig pumpu er gott að vera með sér? Best er auðvita að hafa pumpu sem passar á ventilinn. Því er gott að athuga hvernig ventill er á slöngunni. Það er
þrjár tegundir: bílventill, franskur ventill eða dunlop ventill.

5 hlutir - Pumpa - Hjólatúr - Hjólaferð

Til eru margs konar pumpur en veldu pumpu sem passar á ventilinn en hafðu í huga hver hámarksþrýsting pumpan getur gefið. Þrýstingur er gefinn upp annað hvort sem Bar eða PSI.

Slanga

Mín reynsla er að gott er að hafa auka slöngu með í för. Sem betur fer hef ég ekki þurft að nota auka slönguna nema í nokkrum tilfellum.

5 hlutir - Slanga - Hjólaferð - Hjólatúr

Skoðaðu stærðina á dekkinu til að sjá hvaða stærð af slöngu þú þarft. Athugaðu einnig að auka slangan sé með sama ventli og núverandi slanga.

Bætur

Þegar kemur að reiðhjólabótum eru nokkrir möguleikar í boði. Hægt er velja box sem inniheldur lím, bætur og sandpappír. Svo er hægt að velja box sem inniheldur bætur með lími og sandpappír.

5 hlutir - Bætur - Hjólaferð - Hjólatúr

Til eru ýmis konar box með mismunandi innihaldi. Veldu það sem þú þekki best til og hefur notað áður. Í sumum tilfellum hef ég haft hvort tveggja með mér.

Felgulykill

Það eru til mörg nöfn yfir þetta verkfæri, t.d. Umfelgunarlykill,  sem hjálpar við að taka dekkin af gjörðinni og í sumum tilfellum hjálpar við að koma dekkinu aftur á gjörðina. Svo er auðvita hægt að nota eitt og annað sem svo lengi sem það hjálpar. 

5 hlutir - Felgulykill - Umfelgunarlykill - Hjólaferð - Hjólatúr

Fjölnotaverkfæri

Eitt af því sem er alltaf gott að hafa með sér er fjölnotaverkfæri. Til eru mörg mismunandi fjölnotaverkfæri bæði með fjölda verkfæra og stærð.

5 hlutir - Fjölnotaverkfæri - Hjólaferð - Hjólatúr

Það sem hefur hjálpað mér mest er að hafa 4,5 og 6mm sexkant, venjulegt skrúfjárn og stjörnuskrúfjárn á mínu fjölnotaverkfæri. 

Ef þig vantar fjölnotaverkfæri þá er gott að skoða þær skrúfur og festingar sem eru á hjólinu þínu. Þannig getur þú fundið út hvað þarf að vera á fjölnotaverkfærinu svo það henti þér.

Sjúkrapoki
Eftir ábendingu þá bæti ég við sjúkrapoka. Hægt er að fara í apótek og biðja um að setja saman sjúkrapoka fyrir sig. Gott er að vera með plástur, sárabindi, límband, verkjalyf og lítil skæri. Sjúkrapokinn ætti að innihalda hluti sem getur bjargað manni að bregðast við ef smá óhapp verður á leiðinni.


Ef þið vantar aðstoð við að velja réttu hlutina endilega líttu við hjá okkur á opnunartíma okkar og við aðstoðum þig við að velja réttu hlutina.

Eldri færslur
Nýrri færslur
Loka (esc)

Popup

Use this popup to embed a mailing list sign up form. Alternatively use it as a simple call to action with a link to a product or a page.

Age verification

By clicking enter you are verifying that you are old enough to consume alcohol.

Leita

Karfa þín er tóm
Halda áfram að verzla